Hvað mega kettir ekki borða ?

16 apr, 2018

Hvað mega kettir ekki borða ?

Þessi listi ekki tæmandi og sumir kettir þola meira en aðrir. Athugasemdir eru velkomnar t.d. ef við gleymdum einhverju 🙂

Áfengi – jafnvel 1 matskeið getur valdið lifrar og heilaskaða

Súkkulaði – gæti valdið hjartavandamálum, skjálftum í vöðvum, flogaköstum

Koffín – getur valdið hjartsláttartruflunum og skjálftum í vöðvum

Mjólkurvörur – sumir kettir eru eins og hundar með mjólkuróþol og geta mjólkurvörur valdið uppköstum og niðurgangi

Feitur matur – getur valdið brisbólgu, niðurgangi og uppköstum

Vínber og rúsínur – eitrunaráhrif vínberja á ketti hafa aldrei verið sönnuð en það er ekki mælt með því að gefa köttum vínber eða rúsínur

Laukur og hvítlaukur – hefur ekki áhrif í litlu magni en ef mikið magn getur valdið ónotum í maga og jafnvel blóðleysi

Xylitol – ekki sannað að þetta hafi áhrif á ketti en ekki mælt með að gefa köttum xylitol

Hundamatur – kettir þurfa meira prótein en hundar og því hentar hundamatur ekki fyrir ketti þrátt fyrir að smá hundamatur geri kettinum ekkert illt

Lifur – smá biti er í lagi en mikið magn getur valdið vítamín A eitrunaráhrif

Ger – þennst út í maganum, getur valdið vindgangi og pirringi í maga. Í stórum skömmtum getur maginn sprungið

Túnfiskur – sá túnfiskur sem ætlaður er til manneldis gæti valdið pirringi í maga, bólgum í líkamanum. Betra að halda sig við túnfisk sem ætlaður er köttum

 

Heimildir:
https://www.vets-now.com/2017/02/foods-poisonous-to-cats/
https://pets.webmd.com/cats/ss/slideshow-foods-your-cat-should-never-eat
https://www.petmd.com/cat/emergency/poisoning-toxicity/e_ct_human_food_poisoning

Haraldur


%d bloggers like this: