Hvernig virkar Dýrapössun.is

Hvernig virkar þetta ?

Við erum hundaeigendur sem fannst vera kominn tími til að búa til heimasíðu fyrir þá sem vilja passa og þá sem leita eftir pössun fyrir gæludýrin sín. Flest allir gæludýraeigendur þurfa á einhverjum tímapunkti að fá pössun fyrir dýrið sitt og getur internetið verið frumskógur ef leita á að pössun. Þess vegna er best að hafa þetta allt á sama stað og hægt sé að leita að pössunaraðilum á einfaldan hátt.

Dýrapössun.is skiptist í tvennt, þá sem eru að leita að pössun og þeir sem eru tilbúnir til að passa, nokkuð einfalt ekki satt?

Þeir sem eru að leita að pössun þurfa bara að leita eftir því bæjarfélagi sem þeir eru í. Þeir sem vilja passa þurfa að fylla út formið sem er á heimasíðunni, undir síðunni Viltu passa, og passa að það komi nægar upplýsingar fram.

Við hjá Dýrapössun.is erum eingöngu milliliðir. Við tökum enga greiðslu fyrir þjónustuna.

Ef þig vantar pössun leitar þú eftir aðila til að passa með því að skoða listann á síðunni Vantar þig pössun. Þegar þú hefur fundið aðila, getur þú sent honum/henni tölvupóst í gegnum Dýrapössun.is og þar með er okkar hlutverki lokið.

Ef þú finnur engan sem hentar getur þú búið til verkefni og áhugasamir aðilar munu þá geta haft samband í gegnum tölvupóst (og þar lýkur okkar hlutverki hjá Dýrapössun.is).  Ef þú finnur pössun í gegnum verkefni er mikilvægt að merkja inn á verkefnið að pössun sé fundin, þá hættir viðkomandi verkefni að birtast í leitarniðurstöðum.

Við leggjum áherslu á að þeir sem skrá sig til að passa séu heiðarlegir. Við leggjum okkur fram við að veita notendum sem besta þjónustu. Ekki hika við að senda okkur póst á dyrapossun@dyrapossun.is ef upp koma spurningar eða vandamál.

Ef aðilar ná saman um pössun, óskum við eftir því að fá sendar upplýsingar um það hvernig gekk þannig að við getum sett þær upplýsingar inn á síðuna, þetta hjálpar öðrum að finna áreiðanlegan aðila til að passa gæludýrin sín.