Nýjir aðilar sem hafa áhuga á að passa
Hæ hæ,
Það er mjög langt síðan við settum inn fréttir en við erum búin að vera í loftinu í 3 ár og viðtökurnar eru framar því sem við höfðum vonað.
Á þessu ári hafa 7 nýjir aðilar bæst í hópinn yfir þá sem vilja passa. Þessir aðilar eru skráðir frá Reykjanesbæ til Selfoss. Það væri gaman að fá fleiri til að skrá sig þar sem sumarið er að fara í hönd og mjög margir sem ætla að ferðast innanlands í ár. Gæludýr eru ekki leyfð á öllum hótelum eða gistihúsum þannig að það er mjög sniðugt að fá einhvern til að passa gæludýrin 1-2 nætur á meðan slappað er af á hóteli.
Kíkið á Vantar þig pössun og skoðið þá sem eru tilbúnir að passa gæludýrin.
Ef þið vitið um fólk sem vill passa gæludýr, bendið þeim endilega á að skrá sig. Það er alltaf gaman að kynnast nýjum dýrum og þetta getur verið fínn auka peningur 🙂