Hvað mega hundar ekki borða ?
Þessi listi ekki tæmandi og sumir hundar þola meira en aðrir. Athugasemdir eru velkomnar t.d. ef við gleymdum einhverju 🙂
Möndlur – þær geta fests í barkanum og jafnvel gert gat á hann.
Salt – eykur vatnssöfnun og það getur leitt til dauða í hundategundum þar sem hjartveiki er þekkt
Kanill – kanill og olíurnar í honum geta ert munninn á hundum og valdið honum óþægindum. Einnig getur kanill lækkað blóðsykurinn, valdið hjartsláttartruflunum og lifrarsjúkdómum
Hvítlaukur, laukur – getur valdið blóðleysi sem lýsir sér m.a. í litlausum gómum, hraðari hjartslætti, mæði, slappleika og fleira. Eitrun af völdum lauks getur komið fram eftir smá tíma og því þarf að fylgjast vel með hundinum í nokkra daga.
Ís – ís inniheldur vanalega mjólkurvörur og hundar eiga erfitt með að melta laktósa. Best er að frysta jarðarber, epli og ananas og gefa hundum til að kæla þá á heitum dögum
Macadamia hnetur – þessar hnetur eru mjög eitraðar fyrir hunda. Geta valdið uppköstum, hækkað líkamshuta og haft skaðleg áhrif á taugakerfið
Súkkulaði – efni í súkkulaðinu getur valdið niðurgangi og uppköstum jafnvel í mjög litlum skömmtum. Mikið magn súkkulaðis getur valdið flogum, óreglulegum hjartslætti og jafnvel dauða
Feitur matur – fitan getur valdið briskirtilsbólgu. Minni hundar í meiri hættu
Salt – salt getur valdið eitrun í hundum, pirrað maga hunda og þeir gætu drukkið hættulega mikið vatn eftir saltneyslu. Þetta á líka við um saltan mat
Ostur – sama og með ís, ostur sem inniheldur kúamjólk getur valdið vandræðum.
Xylitol – lækkar blóðsykur og getur valdið lifrarbilun
Sykur – getur haft sömu áhrif og á mannfólkið, offita, tannskemmdir og sykursýki.
Avokadó – steinarnir geta setið fastir í hálsi hundins og valdið köfnun. Avokadó inniheldur persin sem er eitrað í stórum skömmtum fyrir hunda. Þetta efni er í laufblöðum, berki og ávöxtum plöntunnar og því ekki sniðugt að hafa Avokadó plöntur þar sem hundar ná til
Áfengi – stórhættulegt fyrir hunda og getur valdið dauða
Epli – í lagi í litlu magni en best er að hundurinn komist ekki í eplakjarna og þar af leiðandi í epla steinana
Kattamatur – inniheldur prótein og fitu magn sem hennta betur köttum en hundum.
Lax/silungur – hrár lax/silungur getur innihaldið snýkjudýr sem getur reynst hundum banvænt. Eldaður lax/silungur er í fínu lagi fyrir hunda
Ferskjur – steinninn getur valdið köfnun en ávöxturinn inniheldur efni sem breytist í blásýru við meltingu
Perur – innihalda smávegis af arsenik og eru því hættulegar hundum
Rabbabari – inniheldur oxalöt sem getur haft áhrif á meltinguna, taugakerfið og þvagrásina
Ger – þennst út í maganum, getur valdið vindgangi og pirringi í maga. Í stórum skömmtum getur maginn sprungið
Vínber og rúsínur – það gæti verið að hundurinn þinn hafi óvart komist í vínber eða rúsínur áður án afleiðinga en mjög lítið magn getur valdið nýrnabilun í hundum og endað með dauða
Koffín – getur valdið hjartsláttartruflunum og skjálftum í vöðvum
Hér er flott mynd frá Petworshiper sem tekur þetta saman.
Heimildir:
http://internet.is/tjica/bannad_ad_borda.html
http://www.akc.org/expert-advice/nutrition/natural-foods/human-foods-dogs-can-and-cant-eat/
https://www.caninejournal.com/foods-not-to-feed-dog/
https://yourdogadvisor.com/can-my-dog-eat-this/