Erum að slá í gegn !
Við eigendur Dýrapössun.is eru í skýjunum því að við vorum að ná í 300 likes á Facebook síðuna okkar.
Facebook er mikilvægur hlekkur fyrir okkur til að kynna okkar markmið.
En eins og þið sjáið þá er okkar helsta markmið að hugsa um gæludýrin okkar.
Við heyrum margar sögur af því á vorin að fólk sé að láta frá sér gæludýr vegna sumarfría og fresti sumarfríum því það fær ekki pössun fyrir gæludýrin sín.
Við viljum endilega að fólk finni pössun fyrir gæludýrin sín og því höldum við úti þessari síðu.
Endilega skoðið þá sem hafa skráð sig og skráið ykkur líka svo við getum stækkað hópinn 🙂